Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólaljósin á vinabæjarjólatrénu tendruð
Miðvikudagur 29. nóvember 2017 kl. 09:24

Jólaljósin á vinabæjarjólatrénu tendruð

- í fimmtugasta og fimmta sinn

Það er Adrian Andruszkiewicz, nemandi úr 6. bekk Myllubakkaskóla, sem fær þann heiður á laugardaginn að kveikja ljósin á jólatrénu á Tjarnargötutorgi sem er að venju gjöf frá vinabæ okkar, Kristiansand í Noregi. Viðstaddir athöfnina verða sendiherra Noregs á Íslandi og fulltrúi Norræna félagsins í Kristiansand sem flytja okkur kveðjur. Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar veitir trénu viðtöku fyrir hönd bæjarbúa.
 
Skjóða, Langleggur og jólasveinar líta við
Það er næsta víst að margir bæjarbúar hafa alist upp við það að vera viðstaddir tendrunina á vinabæjarjólatrénu og þótt ekki sé um stórbrotinn viðburð að ræða þá er þetta eins og með aðrar  jólahefðir, það má alls ekki breyta þeim. Enda verður þetta skemmtileg stund. Blásarasveit frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leikur jólalög við tréð á meðan gesti drífur að og systkini jólasveinanna, þau Skjóða og Langleggur sjá um að skemmta börnunum ásamt bræðrum þeirra úr fjöllunum sem dansa með gestum í kringum tréð.
 
Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur til að halda hita á mannskapnum. 
Dagskráin hefst kl. 17 og verður lokið kl. 18.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024