Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólaljós tendruð í Suðurnesjabæ á sunnudag
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 28. nóvember 2019 kl. 09:53

Jólaljós tendruð í Suðurnesjabæ á sunnudag

Kveikt verður á ljósum á jólatrjám í Suðurnesjabæ á sunnudaginn, sem er fyrsti sunnudagur í aðventu.

Jólaljósin verða tendruð á jólatrénu við Ráðhúsið í Garði kl. 17 á sunnudag. Barnakórinn syngur undir stjórn Freydísar Kneifar, Skjóða og jólasveinar kíkja í heimsókn og gleðja börnin með leik, góðgæti og söng.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kakó og piparkökur til að ylja sér í kuldanum í umsjón Unglingaráðs Víðis/Reynis.

Þá verða jólaljósin tendruð á jólatrénu við Sandgerðisskóla kl. 18. Barnakór Sandgerðisskóla syngur undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur og við undirleik Sigurgeirs Sigmundssonar, Skjóða og jólasveinar kíkja í heimsókn og gleðja börnin með leik, góðgæti og söng.

Kakó og piparkökur til að ylja sér í kuldanum í umsjón Kvenfélagsins Hvatar.

Nánari dagskrá fyrsta sunnudags í aðventu í Suðurnesjabæ má sjá hér.