Jólaljós tendruð í Garði
Ljósin á jólatrénu sem stendur á horni Garðbrautar og Gerðavegs verða tendruð næstkomandi sunnudag, 1. desember, kl 17:00. Jólasveinn kemur í heimsókn og verður bæjarbúum boðið upp á kakó og piparkökur í umsjón unglingaráðs Víðis.
Dagskrá er svona:
• Hugvekja
• Ljósin tendruð af afmælisbarni dagsins
• Víkingarnir syngja nokkur jólalög
• Kakó og piparkökur fyrir gesti.
Sama dag verður messa í Útskálakirkju kl 14:00. Fyrsti sunnudagur í aðventu er kirkjudagur kvenfélagsins og af því tilefni taka félagskonur þátt í guðsþjónustunni. Þær munu meðal annars lesa ritningalestra dagsins.
Þá verður hinn árlegi jólabasar kvenfélagsins Gefnar kl. 15:00 í Kiwanishúsinu Garði. Margt góðra munaverður til sölu ásamt tertum, brauði handavinnu og fleiru. Allur ágóði rennur í líknarsjóð félagsins.