Jólaljós og leikur í Reykjaneshöll
Tendrað verður á jólaljósum í Reykjanesbæ laugardaginn 6. desember. Sendiherra Noregs Guttorm Vik afhendir jólatré frá vinabænum Kristiansand og er það í 40 sinn sem vinabærinn færir íbúum jólatré en sá siður hefur haldist frá árinu 1963. Boðið verður upp á heitt kakó og nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leika og syngja. Jólasveinar kíkja í heimsókn og sprella eins og þeirra er von og vísa. Leiktæki í Reykjaneshöll verða opin fyrir börn á aldrinum 5 - 10 ára laugardaginn 13. og 20. desember frá kl. 14:00 til 18:00 í samstarfi við miðbæjarsamtökin Betri bær og verður boðið upp á leiki og gæslu og heimsókn frá jólasveinum. Börnin verða skráð við komu og geta foreldar notað tækifærið og verslað heima.
VF-ljósmynd/HBB: Jólatré Reykjanesbæjar frá því í fyrra.