Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólalagið Ef ég nenni með Helga Björns
Föstudagur 31. desember 2010 kl. 09:51

Jólalagið Ef ég nenni með Helga Björns

Eyrún Ösp Ottósdóttir er 17 ára gömul og býr í Grindavík. Hún gengur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og æfir körfubolta með meistaraflokki kvenna í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrstu jólaminningarnar?
Ætli það sé ekki bara jólin heima hjá ömmu og afa þegar ég var lítil. Þá vorum við öll heila familían, öll barnabörnin og allur pakkinn saman á aðfangadag og borðuðum jólamatinn og opnuðum pakkana saman.

Jólahefðir hjá þér?
Á aðfangadag förum við fjölskyldan alltaf upp í kirkjugarð og heimsækjum leiðið hjá Hafliða bróðir. Svo hittist alltaf stóra fjölskyldan heima hjá ömmu og afa á jóladag og borðum hangikjöt og heimagerðan ís, ala amma.

Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðarnar?
Neeeei, ég ætla ekki að ljúga. Ég er mjööög slakur kokkur, hehe.

Jólamyndin?
The Grinch.

Jólatónlistin?
Bjöggi Halldórs er alltaf góður, en uppáhalds jólalagið mitt er klárlega Ef ég nenni með Helga Björns!

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Mamma sér voða mikið um það. Höfum stundum farið erlendis og verslað þar en í ár var bara verslað hérna heima á Íslandi

Gefurðu mikið að jólagjöfum?
Nei, myndi ekki segja það. Gef 5 stk. held ég.

Ertu vanaföst um jólin?
Já svona frekar, hef samt breytt til og haldið jólin til dæmis á Kanarí eyjum, það var mjög gaman!

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Úff, þetta er erfið spurning.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Mig myndi langa í flotta skó eða skartgripi.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Í ár er það purusteik, en annars hefur það verið hamborgarhryggur