Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jólakvöld í Heilsumiðstöðinni
Laugardagur 7. desember 2013 kl. 14:08

Jólakvöld í Heilsumiðstöðinni

Kæru vinir. Mig langar að eiga fallega jólakvöldstund með ykkur hérna í Heilsumiðstöðinni við Hafnargötu 48 þann 9. desember klukkan átta. Hvað er líka betra en að njóta saman mánudagskvölds á aðventunni? Eiga kvöldið með góðum vinum, drekka kaffi, fá sér dropa af góðu koníaki og einn og einn konfektmola í tilefni samverunnar. Kaffitár sér um kaffið.

Ég ætla að halda fyrirlestur um heilsuna eins og mér er einni lagið og svo mun Vigdís Grímsdóttir rithöfundur koma í heimsókn til okkar og tala um og lesa upp úr nýju bókinni sinni sem heitir Dísusaga-konan með gulu töskuna. Ég hlakka til að vita hvað leynist í þeirri tösku, það mun vera ýmislegt!   

Vigdís mun síðan árita bókina fyrir þá sem vilja.

Ég er viss um að þetta verður nammikvöld og gleðikvöld og ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hlakka til að sjá ykkur.

Birgitta Jónsdóttir Klasen
Heilsumiðstöð Birgittu
Hafnargötu 48

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024