Jólakúlur með íslenskri náttúru
Í horni einu í Listasmiðjunni á Ásbrú hefur handverkskonan Karin Esther komið sér upp lítilli vinnuaðstöðu þar sem hún vinnur skartgripi og fleira úr gleri. Þar má m.a. finna frumlegar jólakúlur og bjöllur með íslensku náttúruívafi því innan í þeim er t.d. eldfjallaaska, fjörusandur og fleira úr íslenskri náttúru. Í eyrnalokka og hálsfestar úr gleri notar hún t.d. fíngert hraun, eldfjallaösku, vatn úr Bláa lóninu og fleira.
Verk sín mótar hún við háan hita en glerið er sérstaklega hert til að gripirnir eigi það ekki á hættu að brotna ef þeir t.d. detta í gólfið.
Hægt er að skoða úrvalið og versla í gegnum heimasíðu listakonunnar á slóðinni www.karinesther.nl