Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 23. október 2001 kl. 09:21

Jólakortasala til styrktar starfi eldri borgara

Félag eldri borgara í Reykjnesbæ hafa gefið út jólakort til styrktar félagsstarfi eldri borgara. Á kortunum er mynd af Keflavíkurkirkju sem Stefán Jónsson málaði en inn í kortunum er lítið vers eftir sr. Davíð Baldursson. Þetta er í fyrsta skipti sem félagið tekur til við sölu jólakorta en ástæðan er fjáröflun fyrir félagsstarfið. „Leikfimin hefur fallið niður sem okkur finnst mjög slæmt“, segir Guðrún Sigurbergsdóttir sem er félagi í FEB. Mest allt starf í félagi eldri borgara er unnið í sjálfboðavinnu og eru kortin hluti af því starfi. Kortin eru seld í 10 korta pakkningum og kostar hver pakki kr. 500. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Margréti Friðriksdóttur í síma 421-1361, Guðrúnu Sigurbergsdóttur í síma 421-1485 og hjá Jóhönnu Kristinsdóttur í síma 421-1661. Eldri borgarar hvetja alla bæjarbúa til að taka vel á móti þessu framtaki og leggja FEB lið til að efla starf eldri borgara.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024