Jólakofinn og jólahljómsveit í Reykjanesbæ til jóla
Jólakofinn er skemmtileg viðbót við jólastemmninguna á Hafnargötunni í Keflavík og vonandi upphaf að einhverju stærra en forráðamenn Reykjanesbæjar og Betri bæjar hafa ýtt því úr vör með opnun Jólakofans 2019 en hann er staðsettur við Hafnargötu 26–28 í Keflavík.
Að sögn forráðamanna beggja aðila er hugmyndin að þróa verkefnið enn frekar en í Jólakofanum var aðilum í bæjarfélaginu boðið að nýta sér kofann og bjóða þar varning til sölu fyrir jólin. „Hugmyndin með þessu verkefni er að auka samstarf og færa skrifstofu Súlunnar nær bæjarbúum. Súlan vill opna dyr sínar og hefja samtalið um leiðir til þess að gera bæinn betri og þar með auka samveru bæjarbúa. Við vildum byrja smátt og sjá hver stemmning væri fyrir svona jólakofa. Við höfum fengið mjög jákvæðar undirtektir og ekki var erfitt að fylla kofann með handverki og ýmsu góðgæti sem bæjarbúar eru að selja,“ segir Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar.
„Við viljum hvetja alla til þess að kíkja við og hafa gaman saman á aðventunni, rölta um bæinn og kíkja í Jólakofann og verslanir,“ sögðu þær Guðlaug M. Lewis hjá Reykjanesbæ og Kristín Kristjánsdóttir, verslunareigandi og hjá Betri bæ.
Jólakofinn 2019 er að þeirra sögn vonandi upphaf að einhverju stærra í framtíðinni. Sætar hugmyndir eins og einhvers konar jólakofabyggð eða jólaþorp gætu orðið að veruleika að þeirra sögn en ákveðið var að ýta verkefninu úr vör í ár, með þeirri von að mjór sé mikils vísir.
Betri bær hefur samið við Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og jólasveina hennar og verða þau á ferðinni fjóra síðustu dagana fyrir jól og enda sitt prógramm á Þorláksmessukvöld.
Hér er dagskráin í Jólakofanum 2019
Fimmtudagskvöld 19. desember.
Heitt súkkulaði og piparkökur í boði Betri bæjar.
Dúettinn Heiður leikur jólalög kl. 20:30–21:30.
Föstudagskvöld 20. desember kl. 19:00–22:00. Akrýl málverk
Laugardagur 21. desember kl. 12:00–17:00. Jólaskraut, bókamerk og skart úr fiskroði
Laugardagur 21. desember kl. 17:00–22:00. Handunnar vörur
Sunnudagur 22. desember kl. 14:00–18:00. Handverk - jólahandverk
Sunnudagur 22. desember kl. 18:00–22:00. Handmálaðir steinar o.fl.
Þorláksmessa kl. 20:00–22:00. Heitt súkkulaði og piparkökur
í boði Betri bæjar.