Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólakartöflur á aðfangadag
Mánudagur 29. desember 2003 kl. 16:14

Jólakartöflur á aðfangadag

Teknar voru upp síðustu kartöflurnar úr garðinum hjá Birni Maronssyni og Lydíu Egilsdóttur í Sandgerði á aðfangadag, sannkallaðar jólakartöflur. Kartöflurnar voru stórar og fallegar og voru þær notaðar í jólamatinn. Þau hjónin hafa ræktað kartöflur í garðinum hjá sér í áraraðir og segir Björn að þetta sér í fyrsta sinn sem kartöflur séu teknar svo seint upp úr garðinum. „Frostið hefur aðeins náð að skemma efstu kartöflurnar, en þessar sem ég náði upp voru stórar og fallegar. Þær voru fínar í uppstúfið með hangikjötinu á jóladag,“ sagði Björn í samtali við Víkurfréttir.

VF-ljósmynd/JKK: Björn Maronsson tók upp stórar og fallegar kartöflur úr garðinum hjá sér á aðfangadag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024