Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólahús Sandgerðis vekur upp barnslega gleði
Föstudagur 23. desember 2016 kl. 10:07

Jólahús Sandgerðis vekur upp barnslega gleði

Heiðarbraut 4 var valið Jólahús Sandgerðis í ár en húsið þykir vekja upp barnslega gleði, eins og kemur í mati umhverfisráðs Sandgerðisbæjar fyrir vali á jólahúsi Sandgerðis. Bæjarbúum er gefinn kostur á að koma með tillögur um tilnefningar. Nokkrar tilnefningar bárust um Hlíðargötu 37, Dynhól 6 og Heiðarbraut 4. Einróma samstaða var innan ráðsins að velja Heiðarbraut 4 sem jólahús Sandgerðis 2016. Ráðið hreifst af vel skreyttu húsi með hlýlegt yfirbragð sem vekur upp barnslega gleði eins og fram kemur í vel rökstuddri tilnefningu. Nefndin telur íbúa þessa húss vel að þessu vali komin. Frá þessu er greint á heimasíðu Sandgerðisbæjar.

Í innsendri tilnefningu um Heiðarbraut 4 segir m.a.: „Það vekur upp barnslega gleði, þegar maður labbar framhjá Heiðarbraut 4. Ég veit líka fyrir víst að ef þið fengjuð að kíkja inn til þeirra hjóna Þóru og Inga, myndi taka á móti ykkur stærsta jólakertasafn sem fyrirfinnst í Sandgerði og þó víðar væri leitað. Húsið er skreytt uppí loft að innan líka.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjónin Þóra Björg Guðjónsdóttir og Ingi Rúnar Sigurðsson veittu viðtöku viðurkenningu við hátíðlega athöfn. Þau fengu afhentan fallegan og jólalegan blómvönd ásamt gjafabréfi frá HS orku, 25 þúsund króna inneign fyrir rafmagnskostnað.