Jólahús Reykjanesbæjar 2011 - Týsvellir 1 - myndir
Týsvellir 1 var valið Ljósahús Reykjanesbæjar 2011 en þetta er í tólfta skipti sem þessi útnefning fer fram. Eigendur Týsvalla hafa fimm sinnum áður fengið þessa útnefningu auk þess sem hús þeirra hefur tvisvar verið í 2. sæti. Nágrannahús þeirra að Bragavöllum 3 varð í 2. sæti og Borgarvegur 20 í Njarðvík í því þriðja.
Þessi hús hafa einnig komið við sögu þegar þessar viðurkenningar hafa verið veittar frá árinu 2000. Reykjanesbær hefur lengi verið þekktur fyrir mikla ljósadýrð. Margir hafa lagt leið sína til bæjarins á aðventu á ljósarúnt.
Að venju voru veittar fleiri viðurkenningar. Raðhúsalengjan Heiðargarður 1-9 fékk viðurkenningu fyrir fallega skreytingu sem augljóslega sýndi góða samvinnu og jólagata bæjarins var útnefnd Þverholtið og sérstaklega bent á húsin nr. 3, 9, 18 og 19 fyrir glæsilegar skreytingar. Jólahús barnanna var svo valið Túngata 14 sem oft hefur hlotið viðurkenningu áður en skreytingarnar eru orðnar fastur liður í aðventu hjá börnum í bænum. Hitaveita Suðurnesja afhenti verðlaunahöfum Ljósahúsanna gjafabréf að upphæð kr. 30.000 fyrir 1. sæti, 20.000 fyrir 2. sæti og 15.000 fyrir 3. sæti og Húsasmiðjan afhenti eiganda jólahússins á Túngötu gjafabréf að upphæð kr. 20.000 auk þess sem allir fengu viðurkenningarskjal frá Reykjanesbæ. Fyrir utan þessi verðlaunahús var birtur listi yfir topp 10, best skreyttu húsin í bænum.
Úrslit Ljósahús Reykjanesbæjar
nr. 1 Týsvellir 1
nr. 2 Bragavellir 3
nr. 3 Borgarvegur 20
Jólahús barnanna Túngata 14
Fallegasta raðhúsalengjan
Heiðargarður 1-9
Jólagata Reykjanesbæjar
Þverholt
Húsin nr. 3, 9, 18 og 19 eru glæsilega skreytt
Topp 10 - Best skreyttu húsin 2011
Freyjuvellir 3
Freyjuvellir 22
Óðinsvellir 11
Óðinsvellir 17
Sjafnarvellir 19
Heiðarból 19
Heiðarbraut 5
Miðgarður 2
Steinás 18
Hólagata 47
Hér má sjá fleiri myndir af ljósahúsum, jólagluggum og jólastemmningu í Reykjanesbæ.
Jólahús barnanna er við Túngötu í Keflavík.
Bragavellir 3 í Keflavík varð í 2. sæti.
Borgarvegur 20 í Njarðvík varð í 3. sæti.
Raðhúsalengjan við Heiðargarð 1-9 í Keflavík.
Þverholt í Keflavík, jólagatan í ár.