Jólahús Grindvíkinga valið
- óskað eftir tilnefningum.
Jólin nálgast óðfluga og eru Grindvíkingar þekktir fyrir að skreyta húsin sín og nágrenni af miklum myndarskap. Í fyrra verðlaunuðu HS Orka og HS Veitur fyrir bestu jólaskreytinguna í Grindavík. Leikurinn verður endurtekinn í ár og því eru Grindvíkingar hvattir til þess að skreyta sem aldrei fyrr. Tilnefningar um best skreytta jólahúsið skulu svo sendast á þetta netfang. Skilafrestur er til 20. desember.