Jólahlaðborðin alltaf vinsæl - myndir
Starfsmenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja gerðu sér dagamun við upphaf aðventu og mættu í danskt jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum.
Suðurnesjadömurnar gæddu sér á jólahlaðborði að hætti Idu Davidsen en hún er smurbrauðsjómfrú í Kaupmannahöfn. Ekki fylgdi sögunni hvort hjúkrunarfólkið hafi rennt niður hinu vinsæla Álaborgar ákavíti með jólamatnum en alla vega var stemmningin góð.
Bríet Sunna söngkona söng af innlifun á jólahlaðborði Menu í Flösinni en það var haldið í fyrsta sinn um síðustu helgi. Þar var glæsilegur jólamatur á borðum og gestir nutu hans vel í skemmtilegu en óvanalegu umhverfi Byggðasafnsins á Garðskaga. Fleiri jólahlaðborð eru á Suðurnesjum og munu standa fram í mánuðinn.