Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólahlaðborðin alltaf vinsæl - myndir
Föstudagur 3. desember 2010 kl. 10:43

Jólahlaðborðin alltaf vinsæl - myndir

Starfsmenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja gerðu sér dagamun við upphaf aðventu og mættu í danskt jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum.

Suðurnesjadömurnar gæddu sér á jólahlaðborði að hætti Idu Davidsen en hún er smurbrauðsjómfrú í Kaupmannahöfn. Ekki fylgdi sögunni hvort hjúkrunarfólkið hafi rennt niður hinu vinsæla Álaborgar ákavíti með jólamatnum en alla vega var stemmningin góð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bríet Sunna söngkona söng af innlifun á jólahlaðborði Menu í Flösinni en það var haldið í fyrsta sinn um síðustu helgi. Þar var glæsilegur jólamatur á borðum og gestir nutu hans vel í skemmtilegu en óvanalegu umhverfi Byggðasafnsins á Garðskaga. Fleiri jólahlaðborð eru á Suðurnesjum og munu standa fram í mánuðinn.