Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólahátíð yngri bekkja í Sandgerði
Fimmtudagur 20. desember 2007 kl. 13:16

Jólahátíð yngri bekkja í Sandgerði

Jólahátíð 1.-6. bekkjar Grunnskólans í Sandgerði var haldin í íþróttahúsinu í gær.

Rebekka Jóhönnudóttir og Davíð Smári Árnason kynntu öll atriði, en börnin sungu fjölmörg jólalög. Nemendur í 4. HS sungu jólalalagið „Ég sá mömmu kyssa jólasvein“ við undirleik Sebastians á Klarinett og Karels á harmonikku. Því næst sungu nemendur úr 1. GA lagið „Við kveikjum einu kerti á“ við undirleik Alexöndru Ýr á þverflautu.

Nemendur úr 2. ÞB, 6. GF og 6.VHF fluttu helgileik. Börnin stóðu sig mjög vel í undirbúningi leikritsins, bjuggu til sína eigin búninga og sviðsmynd, og voru einstaklega dugleg að læra texta og hlutverk.

Nemendur úr 1. EBR og 5. HÞV sungu jólavísu.

Jólahátíðinni lauk svo með miklum söng þar sem börn og fullorðnir sungu hið skemmtilega lag „Snjókorn falla“. Mæting var góð og allir virtust njóta stundarinnar.

Fleiri myndir frá jólaskemmtuninni má sjá á vefnum www.245.is.

 

Mynd og texti: www.245.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024