Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólagluggarnir í Reykjanesbæ 2011
Laugardagur 10. desember 2011 kl. 14:15

Jólagluggarnir í Reykjanesbæ 2011

Fallegasti jólaverslunargluggi Reykjanesbæjar 2011 er í versluninni Cabo við Hafnargötu í Keflavík að mati dómnefndar sem valdi fjóra glugga sem þóttu skara fram úr í ár. Í umsögn með jólaglugga Cabo segir: Hlýlegur og fallegur gluggi sem vekur upp hlýjar minningar með skírskotun í íslensk heimili.

Hinar þrjár verslanirnar sem þóttu vera með fallegustu gluggana voru Optical Studio, Persóna og Nuddstofa Birgittu Jónsdóttur Klasen.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Optical Studio - Stílhreinn og fallegur gluggi með sterka heildarmynd

Persóna - Nútímalegur og klassískur gluggi þar sem áherslaner á fallegar og einfaldar línur.

Nuddstofa Birgittu Jónsdóttur Klasen - Hlýlegur gluggi sem vekur upp jólabarnið í börnum á öllum aldri.