Jólagleði í Eldey: Valdimar, jólaglögg og piparkökur
Frumkvöðlar og hönnuðir í Eldey bjóða Suðurnesjamönnum í jólagleði fimmtudaginn 5. desember kl. 20:00.
Boðið verður upp á létta jólastemmningu, rjúkandi jólaglögg og piparkökur.
Valdimar Guðmundsson tekur lagið ásamt Björgvini Ívari Baldurssyni og Jólaseríurnar, syngjandi flautukvartett, mun leika og syngja víðs vegar um húsið.
Fjölbreytt starfsemi fer fram í frumkvöðlasetrinu og munu nokkur sprotafyrirtæki kynna framleiðslu sína og vörur í þróun. Má þar nefna GeoSilica sem býður upp á smakk af kísilvatni og Arctic Sea Salt sem kynnir framleiðslu á heilsusalti.
Sölutorg
Ýmsir gestahönnuðir verða með á sölutorgi í búðinni í Eldey og má þar nefna Líber og Helmu, sultusystur verða á staðnum og hægt verður að kaupa lítið sætt jólalag eftir Birnu Rúnarsdóttur, Dúnamjöll, í fallegri gjafapakkningu en það tekur nú þátt í jólalagasamkeppni Rásar 2.
Opnar vinnustofur í Eldey
Spíral design
Hönnuður Íris Jónsdóttir og Ingunn
Vefsíða: http://spiraldesign.is/
Mýr design
Hönnuður Helga Björg Steinþórsdóttir.
Vefsíða http://www.myrdesign.net/
Ljósberinn
Unnur Karlsdóttir
FB https://www.facebook.com/
Agnes
Agnes Geirsdóttir
FB https://www.facebook.com/
Flingur
Raven Design
Vefsíða ravendesign.is
Rannveig Víglundsdóttir
Vefsíða http://flingur.is/
Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson