Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólagleði í Eldey: Valdimar, jólaglögg og piparkökur
Miðvikudagur 4. desember 2013 kl. 16:22

Jólagleði í Eldey: Valdimar, jólaglögg og piparkökur

Frumkvöðlar og hönnuðir í Eldey bjóða Suðurnesjamönnum í jólagleði fimmtudaginn 5. desember kl. 20:00.
Boðið verður upp á létta jólastemmningu, rjúkandi jólaglögg og piparkökur.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Valdimar Guðmundsson tekur lagið ásamt Björgvini Ívari Baldurssyni og Jólaseríurnar, syngjandi flautukvartett, mun leika og syngja víðs vegar um húsið.

Fjölbreytt starfsemi fer fram í frumkvöðlasetrinu og munu nokkur sprotafyrirtæki kynna framleiðslu sína og vörur í þróun. Má þar nefna GeoSilica sem býður upp á smakk af kísilvatni og Arctic Sea Salt sem kynnir framleiðslu á heilsusalti.

Sölutorg


Ýmsir gestahönnuðir verða með á sölutorgi í búðinni í Eldey og má þar nefna Líber og Helmu, sultusystur verða á staðnum og hægt verður að kaupa lítið sætt jólalag eftir Birnu Rúnarsdóttur, Dúnamjöll, í fallegri gjafapakkningu en það tekur nú þátt í jólalagasamkeppni Rásar 2.

Opnar vinnustofur í Eldey

Spíral design

Hönnuður Íris Jónsdóttir og Ingunn
Vefsíða: http://spiraldesign.is/
 



Mýr design

Hönnuður Helga Björg Steinþórsdóttir.
Vefsíða http://www.myrdesign.net/


Ljósberinn
Unnur Karlsdóttir

FB https://www.facebook.com/ljosberi



Agnes

Agnes Geirsdóttir
FB https://www.facebook.com/agnesgeirsdesign/timeline

Flingur
Rannveig Víglundsdóttir
Vefsíða http://flingur.is/


Raven Design
Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson

Vefsíða ravendesign.is