Jólagjöf ljósmyndarans
Keilir býður upp á námskeið í tæknilegri DSLR ljósmyndun og hentar fyrir fagfólki og áhugaljósmyndurum. Námskeiðið er 45 kennslustundir og hefst 30. janúar 2012.
Námskeiðið er í tæknilegri DSLR ljósmyndun, listrænni leiðsögn og vinnu með módelum. Einnig eru skoðaðar beintengingar milli ljósmyndunar og myndbandsupptöku og hvernig megi nýta sér kunnáttuna til hvorutveggja.
Námskeiðið hentar bæði fyrir fagfólk og áhugaljósmyndara. Námskeiðið er 45 kennslustundir og samanstendur af bæði kennslu og verkefnum. Kennt verður þrjá daga vikunnar (mánudaga, miðvikudaga og föstudaga) frá kl. 18:00 – 21:00 í aðalbyggingu Keilis. Námskeiðið hefst 30. janúar og stendur til 20. febrúar.
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja bæta ljósmyndunarhæfileika sína og fá aukin skilning á hreyfimyndagerð. Ítarlegt, krefjandi og áhugavert námskeið í skapandi umgjörð sama hvort þú ert atvinnuljósmyndari eða einfaldlega gaman af því að taka fallegar ljósmyndir og/eða myndbönd fyrir fjölskylduna þá getur þetta námskeið hjálpað þér.
Lærðu allt um hvað DSLR myndavélin þín er fær um að gera.
Breikkaðu listræna sýn sem og vitund þína
Fáðu ítarlegar útskýringar á tæknilegum hliðum ljósmyndunnar og myndbandagerðar
Öðlastu dýpri skilning á tæknilegu hliðum Photoshop og Premiere Pro
Kennsla í vinnu með módelum
Prufaðu þig í fjölbreyttum verkefnum undir góðri leiðsögn
Öðlastu meira öryggi á vinnuaðferðum og tækni sem bætir listrænt gildi verkefna þinna
Kvöldunum verður skipt upp í þrjá megin hluta; tæknilega hlutan, listræna hlutan og svo verkefna og/eða tilrauna hlutan. Tæknilegi hluti námskeiðsins hjálpar þér svo dæmi sé tekið, að forðast tímafrek mistök sem og gefa þér meira öryggi á því verkefni sem liggur fyrir. Listræni hlutin snýr að því til dæmis, að opna fyrir skapandi hugsun, skilja notkun litasálfræðar og vinnu með módelum. Verkefna og/eða tilrauna hluti námskeiðsins leyfir þér að nýta það sem þú hefur öðlast, á verklegan hátt. Einnig verða heimaverkefni sem skila þarf inn á einhverjum tímapunktum námskeiðsins.
Það skal tekið fram að hluti námskeiðins fer fram á ensku, en ávallt verður íslensku mælandi kennari á staðnum. Grunn skilningur á ensku er samt kostur.
Skráning, nánari upplýsingar um námskeiðið og verð á netfangið [email protected] eða í síma 770 8559 (Óttar).
Kennarar á námskeiðinu verða Ruben Mencos og Óttar Már Ingólfsson (við áskiljum okkur rétt til þess að fresta eða breyta námskeiðinu, náist ekki að fylla lágmarkskvótann sem er 10 manns).