Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólagjafaleiðangur í Reykjanesbæ #4
Föstudagur 22. desember 2017 kl. 06:00

Jólagjafaleiðangur í Reykjanesbæ #4

Hver hefur ekki sagt oft og mörgum sinnum: „Æi, ég nenni ekki til Reykjavíkur að versla?“ Það hafa eflaust margir brunað til Reykjavíkur til þess að leita að gjöf undir jólatréð en gripið í tómt og komið til baka í heimabyggð og fundið það sem leitað var að. Í Reykjanesbæ eru margar verslanir sem bjóða upp á mikið úrval af gjafavöru fyrir unga sem aldna. Blaðamenn Víkurfrétta tóku hús á nokkrum verslunum í Reykjanesbæ og fundu jólagjafir undir 3.000 krónum og einnig vinsælustu vöru verslananna. Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir.

Skartsmiðjan, Hafnargötu 25, býður upp á fjölbreytt úrval föndurvara, en ásamt því er hægt að kaupa perlur, bönd og ýmislegt fleira til að hanna eigið skart. Þessi fallegu hálsmen ert framleidd úr hágæða stáli og fást á undir 3.000 krónur í versluninni. Þvottabjarnarhálskraginn hefur verið vinsæl vara hjá þeim og er hlý og falleg gjöf undir jólatréð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íþrótta- og útivistarverslunin K-sport að Hafnargötu 29 býður upp á íþróttafatnað og hlýjan og góðan útivistarfatnað á góðu verði. Hægt er að fá íþróttaboli í jólapakkann undir 3.000 krónum hjá þeim og Zo-On úlpurnar eru hlý og notaleg gjöf undir jólatréð en þær hafa verið vinsælar undanfarin misseri að sögn Sigurðar Björgvinssonar eiganda.

Zolo, Hafnargötu 23, býður upp á fallega gjafavöru fyrir alla aldurshópa. Ilmolíulamparnir seljast alltaf vel og ný kertalína var að koma frá þeim og fást Zolo kerti á undir 3.000 krónum í versluninni, ilmandi og falleg jólagjöf undir tréð. Stórt kirsuber, glimmerandlit eða pallíettuborð er skemmtileg gjöf fyrir jólin.