Jólafriðurinn rofinn með eldsvoða
„Við slökkviliðsmenn verðum oft óþyrmilega minntir á að þessi fiðsæld er stundum rofin vegna eldsvoða og slysa en þetta er sá árstími sem mest er verið með óbyrgðan eld s.s kerti og kertaskreytingar einnig er mjög aukið álag á rafbúnað með tilheyrandi áhættu“.
- Sjá grein Jóns Guðlaugssonar hér að neðan.Ágætu Suðurnesjamenn.
Nú líður senn að jólum og áramótum, fólk að komast í hátíðarskap og bæirnir að skrýðast jólabúningi.
Þetta er sá árstími sem flestir vilja njóta friðsældar með fjölskyldu sinni en því miður verðum við slökkviliðsmenn oft óþyrmilega minntir á að þessi fiðsæld er stundum rofin vegna eldsvoða og slysa en þetta er sá árstími sem mest er verið með óbyrgðan eld s.s kerti og kertaskreytingar einnig er mjög aukið álag á rafbúnað með tilheyrandi áhættu.
Til að lágmarka hættu af eldsvoða er tilvalið að huga að eldvörnum heima við og á vinnustaðnum t.d með því að endurnýja rafhlöður í reykskinjurum athuga með eldvarnarteppið og slökkvitækið en það þarf að yfirfara á hverju ári. Einnig er gott að hafa í huga þegar kertaskreytingar eru búnar til þarf kertið að standa á óbrennanlegu undirlagi og þannig um skreytinguna búið að hún brenni ekki þó að kertið brenni niður, þá skiptir staðsetning kertaskreytinga miklu máli og þarf að varast að þær séu of nálægt auðbrennanlegum efnum s.s gardínum.
Athuga þarf framlengingasnúrur hvort þær séu í lagi og varast að tengja of mörg rafmagnstæki við sömu innstungu, skynsamlegt er að slökkva á jólaskreytingum yfir nóttu því hafa þarf í huga að engin jólaljós eða rafmagnstæki eru svo örugg að hægt sé að útiloka íkveikju af þeirra völdum.
Um áramótin þarf að huga að þeirri hættu sem er samfara áramótabrennum og flugeldum, tryggilega þarf að ganga frá undirstöðum þegar flugeldum er skotið upp, ávallt þarf að nota hlífðargleraugu og hanska þegar skotið er upp og fylgja þeim leiðbeiningum sem standa á skoteldunum í hvívetna.
Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja hvetja alla Suðurnesjamenn til að sýna aðgát um jól og áramót um leið óskum við ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs með þökk fyrir árið sem er að líða.
Jón Guðlaugsson.
vara sl.stjóri
Brunavarna Suðurnesja
- Sjá grein Jóns Guðlaugssonar hér að neðan.Ágætu Suðurnesjamenn.
Nú líður senn að jólum og áramótum, fólk að komast í hátíðarskap og bæirnir að skrýðast jólabúningi.
Þetta er sá árstími sem flestir vilja njóta friðsældar með fjölskyldu sinni en því miður verðum við slökkviliðsmenn oft óþyrmilega minntir á að þessi fiðsæld er stundum rofin vegna eldsvoða og slysa en þetta er sá árstími sem mest er verið með óbyrgðan eld s.s kerti og kertaskreytingar einnig er mjög aukið álag á rafbúnað með tilheyrandi áhættu.
Til að lágmarka hættu af eldsvoða er tilvalið að huga að eldvörnum heima við og á vinnustaðnum t.d með því að endurnýja rafhlöður í reykskinjurum athuga með eldvarnarteppið og slökkvitækið en það þarf að yfirfara á hverju ári. Einnig er gott að hafa í huga þegar kertaskreytingar eru búnar til þarf kertið að standa á óbrennanlegu undirlagi og þannig um skreytinguna búið að hún brenni ekki þó að kertið brenni niður, þá skiptir staðsetning kertaskreytinga miklu máli og þarf að varast að þær séu of nálægt auðbrennanlegum efnum s.s gardínum.
Athuga þarf framlengingasnúrur hvort þær séu í lagi og varast að tengja of mörg rafmagnstæki við sömu innstungu, skynsamlegt er að slökkva á jólaskreytingum yfir nóttu því hafa þarf í huga að engin jólaljós eða rafmagnstæki eru svo örugg að hægt sé að útiloka íkveikju af þeirra völdum.
Um áramótin þarf að huga að þeirri hættu sem er samfara áramótabrennum og flugeldum, tryggilega þarf að ganga frá undirstöðum þegar flugeldum er skotið upp, ávallt þarf að nota hlífðargleraugu og hanska þegar skotið er upp og fylgja þeim leiðbeiningum sem standa á skoteldunum í hvívetna.
Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja hvetja alla Suðurnesjamenn til að sýna aðgát um jól og áramót um leið óskum við ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs með þökk fyrir árið sem er að líða.
Jón Guðlaugsson.
vara sl.stjóri
Brunavarna Suðurnesja