Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 4. desember 2001 kl. 09:21

Jólafriður um helgina

Nemendur hjá Söngsetri Estherar Helgu halda tvenna jólatónleika á næstu vikum. Fyrri tónleikarnir verða í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 6. desember kl. 20.30 og þeir seinni laugardaginn 8. desember kl. 17.00 í Grindavíkurkirkju. Aðgangseyrir er 1000 kr. og 500 kr. fyrir eldri borgara og yngri en 12 ára, ókeypis fyrir 4 ára og yngri. Miðar verða seldir við innganginn.
Flytjendur eru Englakórinn, Sólskinskórinn, Regnbogakórinn, Kammerhópur Regnbogakórsins, Brimkórinn, Kammerhópur Brimkórsins og Brimlingarnir. Sérstakir gestir tónleikanna verða Kirkjukór Grindavíkur sem mun ásamt Brimkórnum flytja jólaverkið „In dulce jubilo” eftir D. Buxtehude ásamt orgeli og lítilli strengjasveit.
Dagskráin er fjölbreytt úrval af jólatónlist frá öllum heimshornum, s.s. Suður Ameríku, Afríku, Bandaríkjunum, Frakklandi ofl. Einnig mun verða frumflutt lagið „Jólakvöld” eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og nýr jólatexti við lagið „Memory” eftir Sæbjörgu Maríu Vilmundsdóttur.
Hljóðfæraleik annast Jón Bjarnason, Örn Falkner, Gróa Valdimarsdóttir, Þórarinn Baldursson og Gréta Rún Snorradóttir. Einsöng syngja Agnar Steinarson, Einar Bjarnason, Gígja Eyjólfsdóttir, Íris Jónsdóttir, Lára Eymundsdóttir og Marta Sigurðardóttir. Stjórnandi er Esther Helga Guðmundsdóttir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024