Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólafötin: Fyrir hana
Miðvikudagur 21. desember 2016 kl. 05:11

Jólafötin: Fyrir hana

Tískubloggarinn Alexsandra Bernharð fer yfir jólatískuna

Alexsandra Bernharð er 24 ára tískubloggari úr Keflavík sem heldur úti vefsíðunni Shades of style. Hún er viðskiptafræðingur og starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Alexsandra ætlar að klæðast Edda x Moss samfesting um jólin en hún velur einfaldleika og þægindi yfir hátíðarnar.

Dressið: Um daginn fékk ég þennan gullfallega samfesting sem er úr nýrri fatalínu sem var að fara í sölu í Gallerí Sautján, Edda x Moss, og ætla ég að vera í honum um jólin. Ég para hann svo við svartan blúndubol úr sömu línu og svarta hæla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jólahittingur með vinunum: Þegar við vinkonurnar hittumst þá erum við alltaf heima hjá einhverri og komumst því upp með að klæðast eitthverju þægilegu. Þá enda ég langoftast í síðri prjónapeysu við rifnar svartar gallabuxur og svört öklastígvél.

Sparikjólinn: Ég er ein af þeim sem vel einfaldleika og þægindi yfir allt annað þegar ég klæði mig fínt og eru samfestingar og lausir kjólar í miklu uppáhaldi.

Skórnir: Uppáhalds vetrarskórnir mínir eru Timberland og var ég að næla mér í svart par fyrir veturinn - þeir eru langbestir í snjónum og slabbinu. Fyrir fínni tilefni eru öklastígvél úr línunni hennar Camilla Pihl fyrir Bianco í miklu uppáhaldi og einnig upphá stígvél úr Zara.

Aukahluturinn: Ég er ekki mikið fyrir aukahluti en ég er að elska „jeweled chokers" núna. Ég nældi mér í eitt slíkt  fyrir jólin sem ég gæti notað við Eddu x Moss kjólinn minn.

Jólagjöfin fyrir hana: Persónulega finnst mér alltaf gaman að fá dekur í gjöf og þá sérstaklega í nudd eða andlitsbað. Fleur De Parfum ilmurinn frá Chloé er í uppáhaldi hjá mér og tel ég að hann muni slá í gegn ásamt Andlit förðunarbókinni og húfu frá Feld Verkstæði.

Hvað er inni? Stórar prjónapeysur - upphá stígvél - síðar kápur.

Hvað er úti? Að vera illa klæddur á veturna.