Fimmtudagur 22. desember 2016 kl. 15:00
Jólafjör í skrúðgarði
Börn af leikskólanum Vesturbergi og Tjarnarseli og nemendur úr 1. bekk í Myllubakkaskóla gerðu sér glaðan dag í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ á dögunum. Þar dönsuðu þau í kringum jólatré, skiptust á jólakortum og gæddu sér á heitu kakói og piparkökum.