Jólafjör í Njarðvík
Krakkarnir sem voru á jólaballi í dag í Njarðvíkurskóla skemmtu sér vel með jólasveininum. Jólasveinninn söng jólalög og krakkarnir tóku hraustlega undir og foreldrarnir líka. Að sjálfsögðu var gengið í kringum jólatréð og lagið „Göngum við í kringum“ sungið hástöfum. Það er greinilegt að Stekkastaur hefur tekið forskot á sæluna með því að heilsa upp á krakkana í Njarðvíkurskóla, því samkvæmt dagatalinu á hann ekki að koma til byggða fyrr en næsta fimmtudag.