Jólafjör í miðbæ Keflavíkur á Þorláksmessu
Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með jólasveina í sínu liði hafa nokkra undanfarna daga spilað og sprellað í jólafjörinu í Reykjanesbæ. Sveitin og sveinarnir verða á ferðinni í dag og að venju í kvöld á Hafnargötunni í Keflavík.
Skyrgámur sem hefur verið fastagestur á Hafnargötunni á Þorláksmessu verður því miður ekki með hópnum í kvöld þar sem hann fótbrotnaði fyrir nokkru og á því ekki heimangengt. Félagar hans í jólaveinahópnum ætla að gera sitt besta og gefa krökkunum nammi og heilsa upp á foreldra þeirra í jólaösinni.