Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólafjör í Eldey
Frá fyrirlestri Mörtu Eiríksdóttur. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Föstudagur 7. desember 2012 kl. 10:56

Jólafjör í Eldey

Það var líf og fjör á jólakaffihúsakvöldi Eldeyjar á Ásbrú í gærkvöldi. Fyrirlesari kvöldsins var Marta Eiríksdóttir, sem gefur út tvær bækur nú fyrir jólin.

Í gærkvöldi kynnti hún bókina Becoming Goddess - Embracing Your Power en í henni  fjallar Marta um þessa innri visku sem við eigum aðgang að í hjarta okkar. Bókin er ekta náttborðsbók, þú vilt eiga hana og fletta upp í henni þegar "lífsins skóli" er þér um megn og þig vantar andlegan stuðning.

Lifandi jólatónlist og ein allsherjar jólastemmning var í húsinu, þar sem jólasápur, jólasvuntur, jólasultur og jólatilboð voru í öllum hornum. Þá sýndu saumakonur í húsinu sína framleiðslu og Raven Design sýndi og seldi handverk sitt, sem er uppfullt af jólaanda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Snædís Guðmundsdóttir klæðskeri er ein fjölmargra sem hafa hreiðrað um sig í Eldey. Hér má lesa nánar um fyrirtækið hennar.