Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jóladrykkir Kaffitárs 2009
Laugardagur 26. desember 2009 kl. 13:52

Jóladrykkir Kaffitárs 2009


Það er orðin skemmtileg hefð fyrir því að kaffimeistarar Kaffitárs setji saman nýjar uppskriftir fyrir aðventublað Víkurfrétta og gerum við engar undantekningar á því núna. Þetta eru einfaldir drykkir sem fólk á auðveldlega að geta gert heima hjá sér, upplagðir til að drekka og njóta með fjölskyldu og vinum við föndrið eða bara fyrir jólin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hátíðarsúkkulaði

Ekta súkkulaði. Hitið saman mjólk og Konsum súkkulaði. Ein skeið af Da vinci appelsínusírópi eða appelsínusneið sett í súkkulaðið og hrært. Þeyttur rjómi settur yfir.
Einnig er tilvalið að setja síróp í rjómann og möndluflögur yfir heitt súkkulaðið. Einfalt og gott. Ef það er ekki til síróp heima fyrir þá er gott að setja 1/2 teskeið af kanil út í súkkulaðið.
Frábærir drykkir fyrir fjölskylduna.


Skrekkur

1/2 skeið kahlua
1/2 skeið chai
Stór expresso eða sterkt uppáhellt kaffi
Heit G mjólk
Borið fram í stórum bolla.
Síróp sett í bolla, kaffi hellt yfir og flóaðri mjólkinni þar yfir.
Kanil stráð yfir.


Skotthúfa..

Sterkt uppáhellt kaffi eða stór expresso.
Ein skeið myntusýróp Da vinci, eða myntusúkkulaði
G mjólk
1/2 teskeið flórsykur.
Setjið sýróp í glas eða bolla, flórsykur sett í, kaffi sett í bollann og að síðustu er heit flóuð mjólk sett yfir. Ef notað er myntusúkkulaði þá er frábært að hita það með mjólkinni.

Bakaðar kornflögukökur

u.þ.b. 60 stk.
2 eggjahvítur
1 bolli sykur
1/2 tsk. Vanilludropar
1 bolli kornflögur (kornflakes)
1/2 bolli suðusúkkulaði
1 bolli kókosmjöl
Þeytið hvíturnar og bætið sykri og dropum út í, stífþeytið.
Bætið kornflögum, súkkulaði og kókosmjöli saman við (gott er að mylja kornflögurnar örlítið,
áður en þær eru settar út í). Blandið saman með sleikju.
Setjið með teskeið á plötu klædda bökunarpappír eða í lítil pappírsmót.
Bakið við 175°C í 15 - 20 mín.
Kælið.
Geymið í vel lokuðu íláti á köldum stað eða í frosti.

Frábærir kaffidrykkir

Hátíðarkaffið okkar hentar mjög vel í drykkina. Í hátíðarkaffinu í ár er verðlaunakaffi frá Súmötru. Fékk gullverðlaun í Evrópu. Hægt er að nota hvaða kaffi sem er og allar uppáhellingaraðferðir henta í drykkina okkar.