Jóladagskrá í Duus húsum
Menningar- íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar býður 5-8 ára börnum á "jólastund" í Duushúsum dagana 10.-13. desember n.k. Dagskráin hefst kl. 9.30 fyrrnefnda daga og stendur í u.þ.b. eina klukkustund. Fluttur verður leikþátturinn "Jólagjöfin hennar Grýlu" sem skrifaður er og leikinn af Jóni Páli Eyjólfssyni og Ingibjörgu Þórisdóttur.
Einnig verður dansað í kringum jólatré við undirleik harmóníkuspilara.Að þessari dagskrá standa menningarfulltrúi, Bókasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafn Reykjanesbæjar og er skemmtunin börnum bæjarins að kostnaðarlausu.
Einnig verður dansað í kringum jólatré við undirleik harmóníkuspilara.Að þessari dagskrá standa menningarfulltrúi, Bókasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafn Reykjanesbæjar og er skemmtunin börnum bæjarins að kostnaðarlausu.