Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jóladagatal Víkurfrétta - 11. desember
Mánudagur 11. desember 2006 kl. 11:55

Jóladagatal Víkurfrétta - 11. desember

11. desember.
Í dag er mánudagur og tilvalið að lesa skemmtilega jólasögu fyrir börnin undir háttinn. Það eru margar góðar og gamlar sögur til og litla gula bókin „Jólin koma“ eftir Jóhannes úr Kötlum er skyldueign fyrir öll heimili. Átakanlegar og fallegar sögur eru Sjáðu Madditt það snjóar og Litla stúlkan með eldspýturnar. Í kvöld er líka von á Stekkjarstaur til byggða í næturhúminu. Börnin setja skóinn út í glugga og uppgötva óvæntan glaðning um morguninn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024