Jólabingó Virkjunar á morgun
Jólabingó Virkjunar verður haldið þann 6. desember kl. 19:00-22:00. Allur ágóði af Jólabingóinu mun renna til Fjölskylduhjálpar Suðurnesja. Vinningar eru fjölbreyttir og skemmtilegir og eru í boði fyrirtækja og einstaklinga á Suðurnesjum. Spjaldið kostar 500 kr. Þrjú spjöld saman verða seld á 1000 kr. Húsið opnar kl. 18:00. Allir velkomnir!
Virkjun vill hvetja fólk til að koma og taka þátt í skemmtilegri skemmtun sem jafnframt er til góðs fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu okkar. Jafnframt vill Virkjun koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa styrkt viðburði Virkjunar á árinu 2012.
Með kærri kveðju frá Virkjun, með von um að sjá ykkur sem flest þann 6. desember!