Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólaball í brottfararsal
Föstudagur 14. desember 2012 kl. 11:52

Jólaball í brottfararsal

Jólaball fyrir börn starfsmanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var haldið í brottfararsal flugstöðvarinnar í gærdag. Þar var sungið og dansað í kringum jólatré og jólasveinar og aðrar furðuverur komu í heimsókn.

Það voru þau Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson sem spiluðu og sungu á dansleiknum en einnig kom María úr Söngvaborg og söng nokkur lög með Siggu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir voru teknar á jólaballinu í gær. Fleiri myndir í Víkurfréttum í næstu viku.