Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jólaball eins og fyrir hundrað árum
Laugardagur 29. desember 2018 kl. 09:00

Jólaball eins og fyrir hundrað árum

Það var ljúf jólastemmning í Jólastofunni í Bryggjuhúsi Duus í Reykjanesbæ á annan í aðventu. Jólaballi að gömlum sið var slegið upp og jólasveinn af „gamla skólanum“ mætti á svæðið og dansaði í kringum jólatré með gestunum. Mummi Hermanns lék jólalög á píanóið og börn og fullorðnir sungu með. Síðastliðin tvö ár hefur þessi saga verið rifjuð upp og haldið gamaldags jólaball í Bryggjuhúsi. Helgina áður var boðið upp á föndurstund þar sem fjölskyldur útbjuggu skreytingar á jólatréð og í salinn en einnig til að taka með heim.

VF leit við og smellti nokkrum myndum í Stofunni sem minnir meira á stofu fyrir hundrað árum en í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024