Jólaandi með söngfólki í Keflavíkurkirkju
Sönghópur Suðurnesja og söngsveitin Víkingar fylltu Keflavíkurkirkju á frábærum jólatónleikum fyrir skömmu. Jólaandinn sveif yfir vötnum og allir komust í jólaskap við að hlýða á skemmtileg lög.
Magnús Kjartansson stjórnaði Sönghópi Suðurnesja og fór á kostum að venju í kynningum á lögunum. Jana María Guðmundsdóttir söngkona tók nokkur lög með kórnum og heillaði kirkjugesti upp úr skónum með glæsilegum söng. Sönghópur Suðurnesja er blandaður kór karla og kvenna en Víkingarnir brýna bara karlaraddir og gera það mjög vel undir stjórn hins dimmraddaða Jóhanns Smára Sævarssonar. Saman sungu sönghóparnir líka saman og enduðu á „Heims um ból“ þar sem kirkjugestir tóku þátt í söngnum.
Sönghóparnir tóku nokkur lög saman.
Víkingarnir undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar.
Troðfull kirkja af gestum.
VF-myndir PKet