Jóla-Rétturinn 2021
Matreiðslumeistararnir Magnús Þórisson og Anton Guðmundsson á matstofunni Réttinum í Reykjanesbæ hafa tekið saman matseðla með hugmyndum að réttum fyrir jóladagana. Þeir settu saman tvo forrétti, tvo aðalrétti og svo einn eftirrétt, ásamt salötum í meðlæti.
Hvítvínsbætt karrí-kókos sjávarréttasúpa
1 msk karrí
3 msk olía
Lítil dós kókosmjólk
Smá biti ferskur engifer
2 hvítlauksgeirar
½ ferskur chili
½ rauð paprika
½ græn paprika
5 sm púrrulaukur
2 dl hvítvín
½ lítri rjómi
1 lítri vatn
Fiskikraftur
Kjúklingakraftur
Cayennepipar
Sjávarréttir sem þú vilt hafa í súpunni.
Aðferð:
Karrí hitað aðeins í olíu, allt grænmetið skorið í litla teninga, bætt út í og svitað.
Hvítvíni bætt út í (má sleppa) og soðið aðeins niður,
þá er kókosmjólkinni og rjómanum bætt út í.
Smakkað til með fiski- og kjúklingakrafti og svo er
gott að láta smá cayennepipar út í í restina.
Gott er að þykkja súpuna örlítið.
Sjávarréttir hitaðir aðeins og settir í
súpuskál ásamt þeyttum rjóma með dilli.
Súpunni hellt yfir.
Gott að bera súpuna fram með nýbökuðu
brauði, smjöri og jafnvel pestói.
Rósasteiktar rjúpubringur
með ristuðum möndlum, karamellusósu og villtum berjum
6 stk úrbeinaðar rjúpubringur
100 gr ristaðar möndlur
Salt og pipar
Smjör
Aðferð:
Kryddið bringurnar með salti og pipar og snöggsteikið á heitri pönnu upp úr olíu og smá smjöri í eina mínútu á hvorri hlið.
Takið bringurnar af og látið hvíla í tíu mínútur áður en þær eru skornar.
Karamellusósa
100 gr furuhnetur
90 gr sykur
250 gr rjómi
80 gr hvítvín (má sleppa)
100 gr rjómi
Salt og pipar eftir smekk.
Aðferð:
Búin til sykurbráð, 250 gr rjómi sett út á sykurbráðina og aðeins látið taka sig. Síðan er furuhnetunum og hvítvíni bætt út í.
Þetta er soðið saman rólega
í u.þ.b. tíu mínútur.
Því næst er þetta hrært saman með
töfrasprota (matvinnsluvél).
Í lokin er 100 gr af rjóma bætt út í og smakkað til með salti og pipar.
Allt sett fallega upp á disk eða fat með
fallegum berjum og öðru sem
passar vel við.
Léttreyktur lambahryggur
með brúnuðum kartöflum, brokkolísalati og eplasalati
Einn léttreyktur lambahryggur
200 gr smjör.
Aðferð:
Lambahryggurinn er settur í eldfast mót ásamt 200 gr af smjöri sem er skorið í bita og sett yfir hrygginn.
Hryggurinn er bakaður á 100°C í fjóra klukkutíma.
½ bolla af vatni er ausið yfir hrygginn á klukkutíma fresti.
Að því loknu er soðið tekið úr fatinu til sósugerðar.
Hækkað er á hryggnum í 160°C í tuttugu mínútur til þess að fá puruna stökka.
Soðsósa
Soð af hryggnum
2 tsk nautakraftur
1 msk rifsberjahlaup
250 ml rjómi
Smá malaður, svartur pipar
100 gr smjör
Aðferð:
Allt sett í pott nema smjörið.
Sósan er hituð að suðumarki (ekki látin sjóða).
Sósan þykkt upp með smjörbollu (sósuþykkjara).
Sósan látin ná suðumarki svo er slökkt undir og 100 gr af köldu smjöri bætt út í.
Hamborgarhryggur með púðursykursgljáa
– borið fram með sætkartöflusalati, rauðrófusalati og sykurpúðasalati.
Hamborgarhryggur
með beini, u.þ.b. 2 kg
Gljái
100 gr púðursykur
2 msk Dijon sinnep
2 msk sætt sinnep
1 msk hunang
Aðferð:
Hitið ofninn í 120°C.
Setjið hrygginn í steikarapott með u.þ.b. einum lítra af vatni.
Eldað í tvo tíma og fimmtán mínútur.
Geymið soðið fyrir sósuna.
Gljáinn settur á hrygginn og eldað í u.þ.b. fimmtán mínútur til viðbótar, eða þar til gljáinn er farinn að brúnast.
Kjöthitamælir á að sýna 68°C óháð eldunaraðferð.
Villisveppasósa
100 gr sveppir
50 gr þurrkaðir villisveppir
100 gr smjör
1½ msk hveiti
Soð af hryggnum
½ lítri rjómi
1 tsk púðursykur
Salt og pipar
Aðferð:
Sveppirnir er steiktir upp úr smjörinu, hveitinu bætt út í og svo soðinu og rjóma.
Smakkað til með salti og pipar ásamt púðursykri.
Crème Brûlée
½ lítri rjómi
½ lítri mjólk
200 gr eggjarauður
200 gr sykur
2 stk vanillustangir
Aðferð:
Mjólk og rjómi soðið varlega upp ásamt vanillustöngum.
Eggjarauðum og sykri er blandað saman í aðra skál.
Vökvinn kældur örlítið niður og eggja- og sykurblönduna svo hellt varlega út í.
Þetta er svo sigtað, sett í form og bakað í vatnsbaði á 98°C í 50 mínútur.
Gott er að kæla eftirréttinn svo niður og að lokum er hrásykri stráð yfir og brennt aðeins undir grilli eða með sérstökum gasbrennara.
Gamli góði Toblerone-ísinn
5 eggjarauður
1 heilt egg
½ lítri rjómi
1½ dl púðursykur
150 gr Toblerone (skorið
í litla bita)
Aðferð:
Púðursykur og egg þeytt vel saman þar til það er orðið „flöffí“.
Rjóminn er léttþeyttur.
Öllu blandað mjög varlega saman ásamt Toblerone.
Sett í fallegt kökuform og fryst.
Gott að bera fram með jarðaberjum, sörum og blúndukökum.
Salöt með aðalréttum
Brokkolísalat
1 haus brokkolí
2 stilkar vorlaukur
1 bolli þurrkuð trönuber
1 bolli ristaðar furuhnetur
Dressing:
500 ml majónes
3 msk sýrður rjómi
2 msk hunang
2 msk appelsínuþykkni
Smá salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
Þessu er öllu blandað saman í skál og látið standa í allavega tvo klukkutíma til þess að það „brjóti“ sig.
Sykurpúðasalat
1 poki litlir sykurpúðar
1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós ananas
1 lítil dós mandarínur
2 msk kókosmjöl
Aðferð:
Safi af ananas og manda-rínum er sigtaður frá og ananasinn skorinn í litla bita.
Sykurpúðar og annað hráefni sett í skál ásamt sýrða rjómanum og blandað varlega saman.
Þetta þarf að standa í kæli í allavega tvo klukkutíma.
Rauðrófusalat
1 krukka rauðrófur
1 sellerístilkur
½ rauðlaukur
1 fersk, afhýdd pera
1 bolli valhnetur
1 bolli rúsínur
Dressing:
4 msk majónes
2 msk sýrður rjómi
1 msk hunang
½ tsk engifer
Smá salt og pipar
Aðferð:
Rauðrófur, perur, sellerí, rauðlaukur og valhnetur skorið í litla bita.
Allt hráefni sett í skál og dressingunni blandað varlega saman við.
Gott að gera þetta salat deginum áður og hræra reglulega í því.
Sætkartöflusalat
2 sætar kartöflur
2 bökunarkartöflur
2 stilkar vorlaukur
1 epli
Dressing:
500 ml majónes
2 msk sætt sinnep
1 msk Dijon sinnep
2 msk gúrku Relish
1 msk hunang
Smá salt og pipar
Aðferð:
Kartöflurnar eru afhýddar og skornar í litla teninga.
Veltið teningum upp úr smá olíu, salti og pipar.
Látið á bökunarplötu og bakið á 150°C þar til kartöflurnar eru eldaðar (u.þ.b. 15–20 mín.)
Kælið þær svo alveg niður.
Blandið saman dressingunni og bætið út í smátt skornum vorlauk og epli.
Síðan er dressingunni blandað varlega saman við kartöfluteningana.
Látið standa í allavega tvo klukkutíma til þess að salatið „brjóti“ sig.