Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jóla hvað? Synir mínir gefa mér alltaf „Bestu jólagjöf sem ég hef fengið“ á hverjum jólum
Sunnudagur 25. desember 2011 kl. 15:42

Jóla hvað? Synir mínir gefa mér alltaf „Bestu jólagjöf sem ég hef fengið“ á hverjum jólum

Fanný Þórsdóttir býr í Grindavík. Hún svaraði nokkrum laufléttum Jóla-hvað?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrstu jólaminningarnar?
Ég man svo skýrt þegar ég fékk ekki eina heldur tvær mandarínur í skóinn. Ég hafði verið svo útsmogin að ég setti tvo skó í gluggann!

Jólahefðir hjá þér?
Ó, ég er gangandi jólahefð, hef t.d. stillt á gömlu góðu Gufuna alltaf um jólin og bíð eftir að jólaklukkurnar klingi kl. 18:00. Þá fyrst má borðhald hefjast.

Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
Nei, verð að viðurkenna að ég baka bara eina sort og set glassúr á aðkeyptar piparkökur, og það geri ég eingöngu vegna þess að ég er móðir.

Uppáhalds jólamyndin?
National lampoon's christmas vacation. Horfi á hana minnst 3svar sinnum hver jól.

Uppáhalds jólatónlistin?
Ég á svo mikið af uppáhalds jólatónlist að það þyrfti aukablað ef ég ætti að telja allt upp. Ég gæti nefnt jóladiskinn hennar Ellu Fitzgerald.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Döh, að sjálfsögðu þar sem hluturinn fæst sem ég ætla að gefa ;)

Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Nei, en mig langar til þess.

Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Ég vil alltaf horfa á sömu myndina, borða sama matinn og spila bingó hjá kvenfélaginu.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Synir mínir gefa mér alltaf „Bestu jólagjöf sem ég hef fengið“ á hverjum jólum. Þeir eru sannir listamenn.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Mig langar í píanó og skó og tösku og peysu og kjól og... Afsakið, gleymdi mér alveg, auðvitað vil ég frið á jörð.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Ég og maðurinn minn snerum við jólahefðinni fyrir nokkrum árum, höfum hangikjöt á aðfangadag og lambahrygg á jóladag. Þá er ekkert stress yfir pottunum á aðfangadag og við getum leikið við strákana okkar.

Eftirminnilegustu jólin?
Síðustu jól.