Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jóla hvað? Selma Hrönn Maríudóttir
Þriðjudagur 13. desember 2011 kl. 10:10

Jóla hvað? Selma Hrönn Maríudóttir

Fyrstu jólaminningarnar?
Það sem kemur fyrst upp í hugann er eplalykt, bakstur, jólalög og útkeyrsla á jólakortum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jólahefðir hjá þér?
Á Þorláksmessu er skata í hádeginu og svo er jólalandið sett upp og jólatréð skreytt á meðan kveðjurnar óma á RÚV. Hangikjötsilmur berst um húsið seinni partinn og á Þorláksmessunótt er litríkt loftskraut sett upp. Á aðfangadagsmorgun kúrum við uppi í sófa á náttfötunum og horfum á jólamynd. Svo tekur við endalaus afslöppun í faðmi fjölskyldunnar yfir hátíðirnar.

Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
Ég er svo heppin að eiginmaðurinn er kokkur svo ég þarf ekkert að spá í matargerðina. Ég dunda mér við að skreyta borðið og setja upp jóladúka um allt hús á meðan betri helmingurinn töfrar fram kræsingarnar.

Uppáhalds jólamyndin?
Scrooged með Bill Murray.

Uppáhalds jólatónlistin?
White Christmas er í uppáhaldi.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Hér og þar og alls staðar.

Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Ætli þær séu ekki í kringum 15.

Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Já ég er frekar vanaföst. Jólatréð er alltaf skreytt á Þorláksmessu og loftskraut sett upp á Þorláksmessunótt, ég hef haldið fast í þær hefðir.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Persónulegar gjafir frá börnunum eru klárlega þær bestu.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Nýju bókina hennar Yrsu Sigurðardóttur.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Kalkúnn með öllu tilheyrandi.

Eftirminnilegustu jólin?
Ætli það séu ekki jólin þegar ég var 7 ára og jólasveinninn fór í rangt hús. Hann bankaði upp á hjá okkur með stóran poka á bakinu og uppgötvaði að hann var ekki á réttum stað. Það var frekar súrt að horfa á Sveinka skunda burt með þennan stóra úttroðna poka og standa eftir með eina litla mandarínu.