Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jóla hvað? Með úrvals einkakokk
Sunnudagur 25. desember 2011 kl. 13:08

Jóla hvað? Með úrvals einkakokk

Óli Baldur Bjarnason knattspyrnumaður úr Grindavík er ekki duglegur í eldhúsinu um jólin en hann segir faðir sinn vera úrvalskokk sem sjái um eldamennskuna. Besta jólagjöf sem hann hefur fengið er þriggja vikna ferð til Flórída.

Fyrstu jólaminningarnar?
Þegar ég fór alltaf sem krakki til ömmu og afa í Keflavík að föndra jólagjafir handa foreldrum mínum.

Jólahefðir hjá þér?
Engar sérstakar nema sömu matarboð hjá öfum mínum og ömmu.

Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
Alls ekki, kem ekki nálægt því enda hrikalega ólaginn með slíkt, er líka með úrvals einkakokk í eldhúsinu sem er Bjarni Ólason faðir minn.

Jólamyndin?
Home Alone myndirnar.

Jólatónlistin?
Bara einhver íslensk jólalög.

Hvar verslarðu jólagjafirnar? Úti um allt, t.d. núna var eitthvað í Tælandi eitthvað í Svíþjóð og klára restina hérna heima.

Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Já, já alveg slatta, kannski 10-15 til fjölskyldunnar.

Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Sef alltaf út og fer með póstkortin fyrir mömmu og pabba.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Þriggja vikna ferð til Flórída.

Hvað er í matinn á aðfangadag? Það er alltaf humarsúpa, en aðalrétturinn er misjafn.

Eftirminnilegustu jólin?
Þegar ég sprengdi mig upp með heimatilbúinni sprengju og fékk þriðja stigs brunasár á alla höndina.

Hvað langar þig í jólagjöf? Væri til í stórt málverk frá Rósu systur, eða kerti og spil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024