Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jóla hvað? Langar í síma, Ipod eða flakkara
Föstudagur 23. desember 2011 kl. 10:34

Jóla hvað? Langar í síma, Ipod eða flakkara

Aníta Sif Baxter er í 10. bekk í Akurskóla. Áhugamál hennar eru dans og fimleikar en hún æfir fimleika.

Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Snjórinn, vera með fjölskyldu og vinum og svo náttúrulega gjafirnar.

Fyrstu jólaminningarnar? Örugglega bara 2008 þegar ég flutti í Innri-Njarðvík.

Jólahefðir hjá þér? Jólahefðir hjá mér er að fara í matarboð til ömmu og afa á jóladag og að vera bara heima með fjölskyldunni á aðfangadag.

Hjálparðu til í eldhúsinu um jólin? Jú, jú svona aðeins.

Jólabíómyndin? Hún er örugglega The Grinch.

Jólatónlistin? Komdu um jólin.

Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég fer alltaf með pakkana til vina minna á aðfangadagsmorgun og opna einn pakka fyrir mat.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ég veit ekki alveg, búin að fá svo margar flottar.

Hvað er í matinn á aðfangadag? Alltaf hamborgarhryggur hjá mér.

Eftirminnilegasta gjöfin? Ég man ekki eftir neinni sérstakri, það eru svo rosalega margar.

Hvað langar þig í jólagjöf? Mig langar í margt, til dæmis síma, ipod, flakkara, föt, skartgripi, skó, málningardót og miklu fleira.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024