Jóla hvað? Frostrósir koma með jólin
Vigdís Eygló Einarsdóttir er að eigin sögn 23 ára flækingur, uppalin í Keflavík. Hún býr í Osló um þessar mundir. Þar er hún að skoða skóla en hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á öllu því sem tengist listinni, dans, hönnun og tísku. Hún heldur úti bloggi sem má sjá hér http://deedeeandonerose.blogspot.com/
Fyrstu jólaminningar?
Ég mun aldrei gleyma jólunum á Kanaríeyjum og jú svo held ég að enginn gæti gleymt því þegar maður er veikur á aðfangadag, alveg ömurlegt. Fékk gubbupestina eitt skiptið, takk fyrir pent!
Jólahefðir hjá þér?
Það er alltaf farið í skötu á Þorláksmessu á Kaffi Duus hjá Bóa. Ekki samt í ár því ég er stödd í Noregi og þá er skata 4. des. fyrir Íslendinga. Svo fórum við oft í messu kl. 18:00 fyrir mat en núna horfum við bara á hana í sjónvarpinu eða hlustum á útvarpið, voða kósý.
Ertu dugleg í eldhúsinu yfir jólin?
Ég er ekkert rosa dugleg í eldhúsinu, eða jú ég hjálpa nú til með jólasalatið og geri diskana tilbúna fyrir forréttinn.
Jólamyndin?
Elf er bara snilld, svo bara þessar gömlu góðu klassísku jólamyndir sem eru sýndar í sjónvarpinu yfirleitt.
Jólatónlistin?
Þegar ég hlusta á Frostrósir finnst mér vera komin jól. Flottustu jólatónleikar sem ég hef farið á.
Hvar verslarðu gjafirnar?
Ég versla bara jólagjafirnar hér og þar. Alltaf gaman að kaupa smá hluti í Söstrene Grene og í TIGER og gera svo eitthvað kósý og dúllerí, eitthvað persónulegt.
Gefurðu mikið af gjöfum?
Já, ég gef alltof mikið af gjöfum. En það er bara gaman.
Ertu vanaföst um jólin?
Nei alls ekki, það er yfirleitt aldrei eins. Eitt skipti fór ég til Kanaríeyja en það voru mjög skemmtileg jól. Svo núna er ég í Noregi og er mjög spennt að eyða jólunum með pabba og fjölskyldu hans.
Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Ji, ég get ekki valið bestu jólagjöfina mína. Hef fengið svo margt fínt í gegnum árin og allar jafn æðislegar. Ég verð bara að segja að besta jólagjöfin er sú að eyða jólunum í faðmi fjölskyldu sinnar og ættingja sem maður elskar og þykir vænt um. Og líka einna helst minningarnar að hafa eytt jólum með þeim ættingjum og fjölskyldumeðlimum sem hafa yfirgefið okkur í dag blessuð sé minning þeirra.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Rjúpa.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Það er svo margt sem er á óskalistanum mínum í ár. Vona bara að allir eigi góð jól, kossar og knús.
Mynd: Eygló Gísla