Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jóla hvað? Besta gjöfin Barbie flugvél
Mánudagur 12. desember 2011 kl. 09:36

Jóla hvað? Besta gjöfin Barbie flugvél

Margrét Vala Kjartansdóttir er 18 ára og á heima í Reykjanesbæ. Ég er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á þriðja ári á náttúrufræðibraut. Margrét vinnur með skólanum við að þjálfa badminton og í samkaup strax. Hún æfi dans hjá danskompaní og einnig er hún í tónlistarskólanum að læra á trompet, þar sem hún spilar með lúðrasveit og léttsveit tónlistarskólans. Hún minnist þess sérstaklega hve jólin voru róleg þegar hún bjó í Danmörku.

Fyrstu jólaminningarnar?
Þegar ég var 6 ára á aðfangadaskvöld þá bjó ég í danmörku, og þar er siður að ganga ekki frá matnum strax, svo að nissarnir gætu fengið einhvað borða (jólaálfar), og höfum haft þetta alltaf svoleiðis síðan.

Jólahefðir hjá þér?
Fara í martarboð hjá ömmu minni.

Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðarnar?
Nei, mamma sér um allt.

Jólamyndin?
Ætli það sé ekki bara Grinch.

Jólatónlistin?
hlusta mjög mikið á diskinn „Hátíð í bæ“.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Það er mjög misjafn, fer oft í kringluna annars bara í verslunum í Reykjanesbæjar.

Gefurðu mikið að jólagjöfum?
Já, eða reyna gefa flestum ætingjum og vinum.

Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Dreifi jólagjöfum til ættingja á þorláksmessu.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Ætli það hafi ekki verið þegar ég fékk Barbie flugvél frá mömmu og pabba.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur.

Eftirminnilegustu jólin?
Jólin þegar við bjuggum í Danmörku, þá var allt svo rólegt.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Langar ekkert í neitt sérstakt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024