Jóla hvað? Baka, skreyti og ber út jólakort

Ásta Sólilja Jónsdóttir 9. bekk og hefur áhuga á körfubolta og vera með vinum og fjölskyldu. Ásta svaraði nokkrum laufléttum jólaspurningum fyrir Víkurfréttir.
Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Gjafirnar og hitta alla fjölskylduna.
Fyrstu jólaminningarnar? Í jólaboðum hjá ömmu og afa.
Jólahefðir hjá þér? Baka, skreyti, ber út jólakort og margt fleira.
Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Nei ekkert rosalega.
Jólabíómyndin? Holiday.
Jólatónlistin? Snjókorn falla.
Gefurðu mikið af jólagjöfum? Já, nokkrar.
Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Horfi á jólamynd með heitt kakó og piparkökur.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				