Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jóla hvað? - Arnar Steinn Elísson
Miðvikudagur 7. desember 2011 kl. 11:52

Jóla hvað? - Arnar Steinn Elísson

Fyrstu jólaminningarnar?


Sennilega þegar fjölskyldan öll var heima að baka mömmukökur fyrir jólin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jólahefðir hjá þér?
Jólaguðspjallið er lesið áður en pakkar eru opnaðir er sennilega eina jólahefðin mín.

Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
Já ef ég er ekki að vinna.

Uppáhalds jólamyndin?
Home alone.

Uppáhalds jólatónlistin?
Það er klárlega Björgvin Halldórsson og hans gestir.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Bara hérna heima í Reykjanesbæ ef það er möguleiki en annars fer maður á höfuðborgarsvæðið.

Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Nei, aðeins nánustu vinum og fjölskyldu.

Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Nei það er ég ekki.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Ætli það sé ekki þegar ég var ungur þá fékk ég reiðhjól frá mömmu og pabba. Svo er alltaf vinsælt að fá vettlinga og sokka í jólagjöf.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Mig langar hrikalega í nýjan síma.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Iðulega er aspassúpa í forrétt og svo svínahamborgarhryggur og svo heimalagaður ís í eftirrétt.

Eftirminnilegustu jólin?
Sennilega fyrstu jólin sem ég var að vinna. Skrýtið að vera ekki í faðmi fjölskyldunnar á jólum en ekki það að vinnufélagarnir séu ekki skemmtilegir.