Bilakjarninn
Bilakjarninn

Mannlíf

Jóla - Hip Hop tónleikar í 88 húsinu í kvöld
Fimmtudagur 23. nóvember 2006 kl. 15:57

Jóla - Hip Hop tónleikar í 88 húsinu í kvöld

Í kvöld fara fram hip hop tónleikar í 88 húsinu á vegum Þorbjörns graffara og Brynjars úr hljómsveitinni Ritz.  Ætla þeir félagar að bjóða upp á smá hip hop stemmningu og á meðan á tónleikunum stendur verður Svartholið í húsinu skreytt að hætti graffara.
Allir á aldrinum 16 – 25 ára eru hvattir til að mæta.  Húsið opnar klukkan 20:00, frítt inn og boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur  Fram koma 2 leikmenn, Kíló, Áhöfnin, Spaceman & Cheese og Dj El.

Næstkomandi laugardag fer fram hjólabrettamót í 88 húsinu, þar sem aðstaða til þeirrar iðkunnar er til fyrirmyndar. Keppt verður í fjórum greinum  og veglegir vinningar eru í boði. Mótið hefst klukkan 16:00 og eru menn beðnir um að mæta tímalega. Skráning og upplýsingar eru í síma 847 5872 hjá Þorbirni Einari, mótshaldara.
Bílakjarninn
Bílakjarninn