Jól í skókassa- lífsleikni fyrir alla
Á miðvikudagskvöldið s.l. komu nemendur í 5. og 6. bekkjum Njarðvíkurskóla saman á sal ásamt foreldrum sínum og systkinum og útbjuggu skókassa fulla af jólagjöfum. Verkefnið er liður í lífsleiknikennslu þar sem nemendur setja sig í spor þeirra sem ekki hafa það eins gott og þau sjálf og upplifa gleðina við það að gefa. Á milli 40 og 50 nemendur ásamt fjölskyldum sínum mættu og afraksturinn varð um 50 skókassar fullir af jólagjöfum. KFUM og K á Íslandi bera veg og vanda af þessu verkefni og voru kassarnir fluttir í húsnæði KFUM og K í Reykjanesbæ þar sem tekið var við þeim með miklu þakklæti. Þeim verður komið til fátækra barna í Úkraínu (sjá nánar um verkefnið á www.skokassar.net).