Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 29. desember 1999 kl. 22:36

JÓL Í MYLLUBAKKASKÓLA

Það var mikið um að vera í Myllubakkaskóla í jólamánuðinum. Axel Jónsson stórkokkur heimsótti tvo hópa 9. bekkinga og sýndi þeim hvernig gera mætti fljótlegan, gómsætan og vel framreiddan pastarétt ásamt snyrtilegu borðhaldi. Kennarar og nemendur 6. og 7. bekkjar komu saman í félagsaðstöðu og sungu jólalög. Nemendur fögnuðu því að nýbygging skólans væri fokheld og mættu allir nemendur skólans þar á efri hæðina sem upplýst var með kertaljósum í gluggum. Verktökunum Húsagerðinni h/f. og starfsmönnum hennar var þakkað með 400 hundruð para lófataki. Þann sama dag verðlaunuðu nemendur, kennarar og starfsfólk skólans einn nemandann, Írisi Eddu Heimisdóttur sem þá hafði helgina áður orðið Norðurlandameistari í 200 m bringusudi kvenna. Fimmtudaginn og föstudaginn 16. og 17. desember voru litlu jólin haldin hátiðleg. Fyrri daginn voru nemendur í stofum ásamt kennara, en þann seinni komu nemendur 1. - 7. bekkjar í íþróttasalinn. Þar hlýddu allir á jólaboðskapinn í helgileik, jólakórinn, leikritið Jóladagatalið og gengu að lokum í kringum jólatréð. Allir liðir dagskrárinnar voru fluttir af nemendum. Dagskrá nemenda í 8.- 10. bekk var dálítið frábrugðin, en fyrri hluti hennar hófst með helgileik í Keflavíkurkirkju, hugleiðingu séra Sigfúsar og hluta úr Aðventutónleikahaldi kirkjunnar. Seinni hluti dagskrárinnar fór fram í íþróttasalnum með leikritinu Jóladagatalinu og í félagsaðstöðunni með súkkulaðidrykkju og piparkökum sem nemendur höfðu bakað í jólavikunni í heimilisfræðikennslu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024