Johnsen og Sigfússon í góðum gír!
Vestmannaeyjar hafa alið tvo landsþekkta "Árna" sem báðir hafa verið mikið í fréttum síðustu misseri. Þeir Árni Johnsen og Árni Sigfússon tróðu báðir upp á karlakvöldi hjá Kiwanisklúbbnum Keili í Keflavík um helgina. Árni Sigfússon bæjarstjóri var það skemmtanastjóri en nafni hans Johnsen kom og spilaði Eyja-slagara fyrir um eitthundrað hressa karla sem keyptu sig inn á hófið.Við þetta tækifæri veitti Keilir viðurkenningar sem greint verður frekar frá síðar í dag. Fleiri myndir frá kvöldinu í Víkurfréttum á fimmtudaginn.