Johnsen og Jón Baldvin vinir á kútmagakvöldi
Það var mikið um dýrðir á árlegu kútmagakvöldi Lionsklúbbs Keflavíkur sem haldið var í gamalli herbyggingu á Vallarheiði um síðustu helgi. Árni Johnsen og Jón Baldvin Hannibalsson kepptust um lýðhylli á kvöldinu með misjöfnum árangri.
Þessir kappar berjast jú um titla í sitt hvorum flokknum nú fyrir prófkjör þeirra. Þótt þeir hefðu viljað var hvorugur þeirra heiðursgestur en það var enginn annar en fyrrverandi áfengisstjóri Íslands, Höskuldur Jónsson. Hann þurfti ekki nema einn bjór í sig til að halda þessa frábæru ræðu og fór hreinlega á kostum.
Auk fyrrnefndra mátti sjá að kosningar væru á næsta leyti því þarna voru fleiri frambjóðendur mættir sem skemmtu sér vel eins og hinir gestirnir enda lions kútmagarnir góðir.
---
VFmynd/pket.