Johnsen gerðist mjólkurpóstur
Hálfgert kreppuástand skapaðist á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem nú fer fram í Garði, þegar skyndilega varð mjólkurlaust við upphaf kaffihlés nú síðdegis. Árni Johnsen, alþingismaður, sem situr fundinn, brást fljótt við og skellti sér í innkaupaleiðangur. Eftir örfáar mínútur var hann mættur aftur í hús með mjólk fyrir fundarmenn. Þarna tók Árni að sér hlutverk mjólkurpósts og hlaut lof fyrir skjót viðbrögð.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson