Jóhanna Ruth sigraði í söngkeppni Samfés
Jóhanna Ruth Luna Jose sigraði fyrir hönd Fjörheima söngkeppni Samfés 2015. Hún söng lagið This girl is on fire með Alicia Keys. Keppninni var að ljúka rétt í þessu à sjónvarpsstöðinni Bravo.
Fyrr í vetur sigraði Sigga Ey fyrir hönd Fjörheima Rímnaflæði rappkeppni Samfés.
Aldeilis hæfileikaríkir krakkar og glæsilegir fulltrúar Suðurnesja.