Jóhann sýnir erótík í Svarta pakkhúsinu
Jóhann Örn Steinsson opnar myndlistarsýningu í Svarta pakkhúsinu í Keflavík í dag, laugardaginn 5. september kl. 13.
„Sýningin er tileinkuð Corina kærustu minni sem bíður mín í Vancouver. Þema sýningarinnar er erótík og sjálfsást svo má einning finna ýmis verk fyrri tíma. Það eru allir velkomnir og ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta,“ segir Jóhann.
Jóhann hefur stundað nám við Myndlistaskóla Kópavogs og Reykjavíkur í módel teikningum og málun. Árið 2018 fór hann til Vancouver í Kanada í nám í kvikmyndaskóla. „Þar fann ég ástríðu fyrir kvikmyndagerð og notaði mína kunnáttu á samsetningu og uppstillingu til að fegra ramman í stuttmyndum og auglýsingum. Eftir námið flutti ég aftur heim til Íslands. Framhaldinu í kvikmyndanáminu var slegið á frest vegna ástandsins sem við lífum í en ég bíð eftir að komast aftur út í nám, um leið og land og mið opnast í heiminum.“